Starf á nýju ári

Nú er komið nýtt ár, ný markmið og bólefni handan við hornið. Samkvæmt nýrri reglugerð megum við hefja skólastarf að nýju á morgun eins og við byrjuðum í haust, samkvæmt stundaskrá sem er í Mentor. Blöndun milli nemendahópa er leyfileg, list- og verkgreinar sem og valgreinar hefjast allar á morgun, þriðjudaginn 5. janúar. Nemendur mega aftur borða í matsalnum en starfsfólk skólans mun bera grímur ef ekki næst að halda 2 metra fjarlægð. Enn er þó foreldrum/forráðamönnum haldið frá skólanum nema með sérstöku samþykki stjórnenda í undantekningartilfellum. Við munum áfram leggja áherslu á að hver og einn hugi að persónulegum sóttvörnum, aukum þrifin í skólanum og aðgengi að spritti verður í öllum stofum sem og í matsal og íþróttasal. Nemendur sem kjósa að nota grímu er það algjörlega frjálst.
Sum sé afar bjartir tímar fram undan og við hlökkum til að hefja skólann árið 2021 með jákvæðu hugarfari og léttri lund með fagmennsku að leiðarljósi.