Einn, einn, tveir dagurinn

Í dag,11. febrúar, er einn, einn, tveir dagurinn og er það dagur neyðarnúmersins 112.

Neyðarnúmer er ekki bara númerið sem við höfum samband við þegar slys ber að höndum heldur er það einnig barnanúmerið og hægt að koma skilaboðum til barnaverndar í gegnum það.
Áhersla neyðarnúmersins í dag er einmitt á barnavernd.
Flestum börnum líður vel, eiga góða að og gott, öruggt heimili. En sum börn búa við vanrækslu og verða jafnvel fyrir áreitni og ofbeldi. Á Heilsuvera.is er efni um afleiðingar ofbeldis á börn https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/ofbeldi-og-vanraeksla/afleidingar-ofbeldis/afleidingar-ofbeldis-a-born/

Tökum höndum saman og búum börnunum öruggt umhverfi!