Útskrift 10. bekkjar

Þann 9. júní var fyrsta útskrift 10. bekkjar í Víkurskóla. Athöfnin var haldin á sal skólans og var mjög þröngt á þingi en allir gestir með grímur og í merktum sætum, allt samkvæmt sóttvarnarreglum.
Athöfnin var hátíðleg í alla staði með tónlistaratriðum og ræðum.
10. bekk Víkuskóla 2020-2021 þökkum við samfylgdina og óskum þeim alls hins besta í komandi framtíð.