Súpufundur

Þriðjudaginn 5. október kl. 18 ætlum við að bjóða upp á súpufund fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í Víkurskóla.

Við byrjum á því að fá erindi frá Önnu Steinsen, en hún er einn af eigendum KVAN. Hún verður með erindi sem fjallar um, að byggja upp heilbrigt sjálfstraust barna og jákvæð samskipti, á meðan forráðamenn gæða sér á  súpu.  Á eftir gefst tækifæri á að spjalla um unglingana okkar og skólasamfélagið.

Vegna sóttvarnarreglna eru foreldrar/forráðamenn beðnir að skrá þátttöku hér að neðan, í síðasta lagi fyrir hádegi þann 4. október – það auðveldar okkur líka  að áætla magn af súpu.

https://forms.gle/xzLDcSLBDWyqtLQh7