Opið hús

Mánudaginn 11. okt og miðvikudaginn 13. okt eru opin hús í Víkurskóla þar sem nemendum og foreldrum/forráðamönnum er boðið að hitta kennara Víkurskóla milli kl. 15 og 18.
Kaffihús verður á staðnum sem nemendur í viðburðastjórnun standa fyrir og verður hægt að kaupa eitt og annað og rennur ágóðinn í árshátíðarsjóð nemenda.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll og minnum á grímuskyldu.