Abrakadabra

Árgangur 9. bekkjar í Víkurskóla vann skapandi tilraunaverkefni í vetur út frá sýningunni ABRAKADABRA – töfrar samtímalistar. Sýningin er safneignarsýning, sem hönnuð er sérstaklega með ungmenni og ungt fólk í huga og því einstaklega skemmtilegt að unglingaskóli sem sérhæfir sig í að vinna á skapandi hátt hafi valið að vinna með sýninguna á þennan hátt. Markmið verkefnisins var að ýta verkefnum út fyrir veggi skólastofunnar og inn fyrir veggi listasafnsins, að skapa aukinn skilning hjá nemendum á fjölbreytileika og umgjörð myndlistar og á þeim fjölmörgu störfum sem tengjast uppsetningu á einni listsýningu. Verkefnið hlaut hvatningarverðlaun skóla- og frístundasviðs.