Innköllun á Chromebook

Nú er komið að því að innkalla Chromebækur og fylgihluti eftir veturinn, fara yfir búnaðinn og ástandsskoða. Tíundi bekkur kemur til með að skila sínum tækjum í dag föstudaginn 27. maí og því er mikilvægt að koma með tölvur og hleðslutæki í skólann þann dag og 8. og 9. bekkur skilar í næstu viku. Nánari dagsetning kemur fljótlega.
Við biðjum ykkur að fara vandlega yfir tækið og fylgihluti þess, athugið hvort skjár sé rispaður eða skemmdir séu á tökkum á lyklaborði. Vinsamlega látið skólann vita af skemmdum á netfangið vang02@rvkskolar.is. Takið fram númer námstækis (hvítur miði Rxxxx) og lýsið ástandi.
Samkvæmt notkunarskilmálum Skóla- og frístundasviðs (SFS) fyrir láni á námstæki ber að bæta fyrir ef hleðslutæki eða penni týnist. Skóli veitir upplýsingar um tegund hleðslutækja og penna ef við á og upplýsingar um söluaðila (sjá netfang hér að ofan).
Nemendur eru beðnir að strjúka vel af tækjum og fylgihlutum áður en þeim er skilað.
Við skil í skólunum munu nemendum fylla út eyðublað þar sem ástand tækis og skil á fylgihlutum er staðfest. Fylgihlutir Chromebóka er hleðslustæki og skjápenni (hjá nemendum í níunda og tíunda bekk).
Gskola aðgangi nemenda verður eytt þegar þeir hafa lokið skólagöngu við grunnskóla í Reykjavík. Þeir eru hvattir til að fara vel yfir verkefni sín og gögn í Google drifinu, safna því efni sem þeir ætla að eiga í eina möppu og eyða því sem þeir ætlar ekki að eiga. Leiðbeiningar um það má finn á þessari slóð: