Fréttir

04 maí'23

Skólahreysti

Víkurskóli tók þátt í Skólahreysti í gær og fylgdust um 160 nemendur og starfsfólk með okkar fólki og hvatt það áfram. Stemmningin var í einu orði sagt frábær. Hér má sjá myndband frá þátttöku Víkurskóla Við erum mjög stolt af frammistöðu nemenda.    

Nánar
28 mar'23

Valgreinar fyrir næsta skólaár

Við erum farin að huga að undirbúningi næsta skólaárs og hér gefur að líta þær valgreinar sem eru í boði fyrir nemendur.  Úrvalið er gríðarlegt og margt nýtt og skemmtilegt á boðstólum.  Við biðjum ykkur að skoða þetta með unglingnum ykkar og svo eftir páska velja nemendur, verðandi 10. bekkur velur sér fimm valgreinar og…

Nánar
11 okt'22

Opið hús

11. og 12. október verður opið hús fyrir foreldra og nemendur í Víkurskóla, frá kl. 16-18 – þá verða allir kennarar til viðtals í stofum sínum. Viðburðastjórnun verður með fjáröflun fyrir árshátíð nemenda þau ætla að bjóða upp á draugahús, aðgangseyrir 200 krónur, kaffi og kakó verður til sölu á 100 krónur sem er alveg…

Nánar
03 okt'22

Súpufundur fyrir foreldra áttundu bekkja

Miðvikudaginn 5. október bjóðum við foreldrum í 8. bekk á súpufund í matsal skólans kl. 18-20. Við ætlum að vera með stutta kynningu um skólann okkar og starfsmenn frá félagsmiðstöðinni verða líka á staðnum. Við fáum svo hressandi erindi frá KVAN í lokin. Til að gera sem hægstæðustu innkaupin biðjum við ykkur að skrá mætingu…

Nánar
16 ágú'22

Skólasetning 22. ágúst

Undirbúningur fyrir næsta skólaár er hafinn af fullum krafti og við hlökkum til að fá nemendur í skólann. Skólasetning Víkurskóla verður mánudaginn 22. ágúst 2022: Kl. 9 – 10. bekkur, mæting á sal Kl. 10 – 9. bekkur, mæting á sal Kl. 11 – 8. bekkur, mæting á sal

Nánar
27 maí'22

Innköllun á Chromebook

Nú er komið að því að innkalla Chromebækur og fylgihluti eftir veturinn, fara yfir búnaðinn og ástandsskoða. Tíundi bekkur kemur til með að skila sínum tækjum í dag föstudaginn 27. maí og því er mikilvægt að koma með tölvur og hleðslutæki í skólann þann dag og 8. og 9. bekkur skilar í næstu viku. Nánari…

Nánar
08 feb'22

Abrakadabra

Árgangur 9. bekkjar í Víkurskóla vann skapandi tilraunaverkefni í vetur út frá sýningunni ABRAKADABRA – töfrar samtímalistar. Sýningin er safneignarsýning, sem hönnuð er sérstaklega með ungmenni og ungt fólk í huga og því einstaklega skemmtilegt að unglingaskóli sem sérhæfir sig í að vinna á skapandi hátt hafi valið að vinna með sýninguna á þennan hátt.…

Nánar
08 feb'22

Opið hús

Við minnum á opið hús, miðvikudaginn 9. feb og fimmtudaginn 10. feb frá kl. 16-18 í Víkurskóla, þar sem allir kennarar verða í stofum sínum og taka á móti foreldrum/forráðamönnum og nemendum. Viðburðastjórnin verður með fjáröflun svo það er gott að taka með sér aur. Hlökkum til að sjá sem flesta og minnum á grímunotkun.

Nánar