Skólaráð Víkurskóla

Almennar upplýsingar

Í skólanum er skólaráð, sem er samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Í lögum um grunnskóla 91/2008 segir m.a. um skólaráð að það skuli fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin og að ráðið skuli fylgjast með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs.
Í skólaráði eru tveir fulltrúar foreldra kosnir á aðalfundi foreldrafélagsins, einn fulltrúi almennra starfsmanna og einn fulltrúi kennara kosinn á starfsmannafundi, þrír fulltrúar nemenda, einn úr hverjum árgangi og eru þeir einnig fulltrúar í nemendaráði, fulltrúi úr grenndarsamfélaginu og skólastjóri skólans.
Skólaráðið fjallar um og gefur umsögn til skólans og Skóla- og frístundasviðs um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið. Það fylgist með að áætlanir séu kynntar foreldrum, svo og með framkvæmd þeirra. Starfsáætlun skóla er lögð fyrir skólaráð ár hvert og skólanefnd skólans.

Starfsáætlun skólaráðs 2022-2023

Fréttir úr starfi

Nýtt kynningarmyndband um Víkurskóla

Kynningarmyndband um Víkurskóla á íslensku, ensku og pólsku

Nánar