Kennsluhættir

Víkurskóli er nýsköpunarskóli og er lögð áhersla á skapandi hugsun og hönnunarhugsun, nemendalýðræði, teymiskennslu og samþættingu námsgreina. Í öllum árgöngum eru kenndar svokallaðar uglur sem er samþætting námsgreina og eru verkefni unnin  þematengt ýmist sem hópa- eða einstaklingsverkefni.  Allt námsefni og fyrirmæli eru birt nemendum í google classroom.

List- og verkgreinar eru kenndar í lotum upp alla skólagönguna þar eru fög eins og textíll, myndlist, margmiðlun, leiklist, smíði og heimilisfræði og boðið er upp á fjölbreyttar valgreinar. Einnig er heimspeki, slökun, heilsufræði, hinsegin fræðsla, læsi, skapandi skrif, kynfræðsla og kynjafræði kennd í stuttum lotum.

Skólinn er einn af þekkingarskólunum í Leiðsagnarnámi og starfsmenn hafa kosið Uppeldi til ábyrgðar til stuðnings í agamálum.

Víkurskóli er þátttakandi í þremur Erasmus+ verkefnum og á þessum fyrstu starfsárum skólans hafa verið farnar margar ferðir bæði með og án nemenda.

Víkurskóli hefur fengið regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem við erum afar stolt af.

Við erum í ferli um að vera réttindaskóla UNICEF í samvinnu við félagsmiðstöðina.

Í Víkurskóla er lögð rík áhersla á gott foreldrasamstarf t.d. með opnum húsum tvisvar á ári