felags2

Vígyn

Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Vígyn er starfrækt af frístundamiðstöðinni Brúnni og er félagsmiðstöð fyrir Borgaskóla (5.-7. bekkur), Engjaskóla (5.-7. bekkur) og Víkurskóla (8.-10. bekkur).
Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á að þjálfa samskiptafærni, auka félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og efla samfélagslega virkni og þátttöku. Barna- og unglingalýðræði er hugmyndafræðin sem starfið byggir á og tryggir áhrif barna og unglinga á starfið.

Opnunartími:
mánudagar: 19:30 - 22 í Víkurskóla
þriðjudagar: 13:40 – 16 í Víkurskóla
miðvikudagar: 19:30 - 22 í Víkurskóla
föstudagar: 19:30-22:30 í Víkurskóla

Auk þess eru starfsmenn frá félagsmiðstöðinni með viðveru á skólatíma mánudaga – fimmtudaga og félagsmiðstöðin er opin bæði í morgunfrímínútum og í hádeginu þá daga.

Allar nánari upplýsingar varðandi starfið og dagskrá Vígyn má finna í fréttabréfi sem sent er foreldrum í upphafi hvers mánaðar í gegnum Mentor.
Eða á heimasíðu þeirra: https://gufunes.is/vigyn/

Forstöðumaður er Stefán Örn, stefan.orn.karason@rvkfri.is, s. 695-5180

Aðstoðarforstöðumaður er Helga Hjördís, helgahjordis@rvkfri.is, s. 695-5082

 

felags2