16 ágú'22

Skólasetning 22. ágúst

Undirbúningur fyrir næsta skólaár er hafinn af fullum krafti og við hlökkum til að fá nemendur í skólann. Skólasetning Víkurskóla verður mánudaginn 22. ágúst 2022: Kl. 9 – 10. bekkur, mæting á sal Kl. 10 – 9. bekkur, mæting á sal Kl. 11 – 8. bekkur, mæting á sal

Nánar
27 maí'22

Innköllun á Chromebook

Nú er komið að því að innkalla Chromebækur og fylgihluti eftir veturinn, fara yfir búnaðinn og ástandsskoða. Tíundi bekkur kemur til með að skila sínum tækjum í dag föstudaginn 27. maí og því er mikilvægt að koma með tölvur og hleðslutæki í skólann þann dag og 8. og 9. bekkur skilar í næstu viku. Nánari…

Nánar
08 feb'22

Abrakadabra

Árgangur 9. bekkjar í Víkurskóla vann skapandi tilraunaverkefni í vetur út frá sýningunni ABRAKADABRA – töfrar samtímalistar. Sýningin er safneignarsýning, sem hönnuð er sérstaklega með ungmenni og ungt fólk í huga og því einstaklega skemmtilegt að unglingaskóli sem sérhæfir sig í að vinna á skapandi hátt hafi valið að vinna með sýninguna á þennan hátt.…

Nánar
08 feb'22

Opið hús

Við minnum á opið hús, miðvikudaginn 9. feb og fimmtudaginn 10. feb frá kl. 16-18 í Víkurskóla, þar sem allir kennarar verða í stofum sínum og taka á móti foreldrum/forráðamönnum og nemendum. Viðburðastjórnin verður með fjáröflun svo það er gott að taka með sér aur. Hlökkum til að sjá sem flesta og minnum á grímunotkun.

Nánar
06 feb'22

Rauð veðurviðvörun á morgun og skólinn lokaður

English and Polish below Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir…

Nánar
26 jan'22

Breytingar á sóttkví

Við viljum vekja athygli á breyttum reglum um sóttkví sem hafa tekið gildi en þær má finna hér Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví…

Nánar
21 okt'21

Vetrarfrí

Vetrarfrí er í skólanum 22. okt – 26. okt – kennsla hefst aftur miðvikudaginn 27. okt

Nánar
08 okt'21

Opið hús

Mánudaginn 11. okt og miðvikudaginn 13. okt eru opin hús í Víkurskóla þar sem nemendum og foreldrum/forráðamönnum er boðið að hitta kennara Víkurskóla milli kl. 15 og 18. Kaffihús verður á staðnum sem nemendur í viðburðastjórnun standa fyrir og verður hægt að kaupa eitt og annað og rennur ágóðinn í árshátíðarsjóð nemenda. Við hlökkum til…

Nánar
28 sep'21

Súpufundur

Þriðjudaginn 5. október kl. 18 ætlum við að bjóða upp á súpufund fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í Víkurskóla. Við byrjum á því að fá erindi frá Önnu Steinsen, en hún er einn af eigendum KVAN. Hún verður með erindi sem fjallar um, að byggja upp heilbrigt sjálfstraust barna og jákvæð samskipti, á meðan forráðamenn gæða sér…

Nánar