Rauð veðurviðvörun á morgun og skólinn lokaður
English and Polish below Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir…
NánarBreytingar á sóttkví
Við viljum vekja athygli á breyttum reglum um sóttkví sem hafa tekið gildi en þær má finna hér Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví…
NánarVetrarfrí
Vetrarfrí er í skólanum 22. okt – 26. okt – kennsla hefst aftur miðvikudaginn 27. okt
NánarOpið hús
Mánudaginn 11. okt og miðvikudaginn 13. okt eru opin hús í Víkurskóla þar sem nemendum og foreldrum/forráðamönnum er boðið að hitta kennara Víkurskóla milli kl. 15 og 18. Kaffihús verður á staðnum sem nemendur í viðburðastjórnun standa fyrir og verður hægt að kaupa eitt og annað og rennur ágóðinn í árshátíðarsjóð nemenda. Við hlökkum til…
NánarStarfsdagur mánudag 4. okt
Mánudaginn 4. október er starfsdagur í Víkurskóla og fellur kennsla niður þann dag.
NánarSúpufundur
Þriðjudaginn 5. október kl. 18 ætlum við að bjóða upp á súpufund fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í Víkurskóla. Við byrjum á því að fá erindi frá Önnu Steinsen, en hún er einn af eigendum KVAN. Hún verður með erindi sem fjallar um, að byggja upp heilbrigt sjálfstraust barna og jákvæð samskipti, á meðan forráðamenn gæða sér…
NánarVíkurskóli er hnetulaus skóli
Í Víkurskóla eru nemendur með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Mikilvægt er að við tökum öll tillit til þeirra þar sem hnetur geta valdið hættulegum ofnæmisviðbrögðum. Hnetulaus skóli þýðir að hvorki nemendur né starfsfólk kemur með hnetur í skólann.
NánarSkólasetning
Skólasetning Víkurskóla fer fram mánudaginn 23. ágúst á sal skólans 9. bekkur kl. 9; 8. bekkur kl. 11; 10. bekkur kl. 13
NánarÚtskrift 10. bekkjar
Þann 9. júní var fyrsta útskrift 10. bekkjar í Víkurskóla. Athöfnin var haldin á sal skólans og var mjög þröngt á þingi en allir gestir með grímur og í merktum sætum, allt samkvæmt sóttvarnarreglum. Athöfnin var hátíðleg í alla staði með tónlistaratriðum og ræðum. 10. bekk Víkuskóla 2020-2021 þökkum við samfylgdina og óskum þeim alls…
Nánar