
Upplýsingar
Heilsugæsla
Viðvera Eyrúnar, skólahjúkrunarfræðings í skólanum, er fyrir og eftir hádegi á miðvikudögum og fimmtudögum. Utan þess tíma er alltaf hægt að senda tölvupóst á vikurskoli@heilsugaeslan.is eða leggja fyrir skilaboð hjá ritara skólans eða á heilsugæslunni.
Heilsuvernd grunnskólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd.
Helstu áherslur í heilsuvernd grunnskólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Embættis landlæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu um heilsuvernd grunnskólabarna.
Nánari upplýsingar og yfirlit yfir áherslur fræðslu eftir árgöngum er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/heilsuvernd-grunnskolabarna/um-heilsuvernd-grunnskolabarna/